mánudagur, 28. júlí 2008

Söngur Sólveigar

Ég vona að mér fyrirgefist að ota mínum tota örlítið en perónulega fannst mér þetta vera besta söngatriðið.

laugardagur, 19. júlí 2008

Fleiri áhugaverðar myndir

Hér kemur enn ein skemmtileg mynd. Þessi er af gestgjöfunum, Kristínu, Dillu og Sellu, og Möggu. Hinar myndirnar frá Syðri-Brekkum eru hér. Takið eftir að ég er búin að bæta myndum við gamlar færslur.

fimmtudagur, 17. júlí 2008

Sætúnsfjaran - myndir

Ég er afskaplega hrifin af mörgum af myndunum sem voru teknar í Sætúnsfjörunni og er þetta bara ein þeirra. Hinar eru hér.

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Skemmtilegar myndir

Mig langar hér í nokkrum færslum að benda á nokkrar skemmtilegar myndir sem eru í myndasafninu. Hér kemur ein, hún er tekin á Sauðanesi en hinar myndirnar þaðan eru hér.

Hópurinn á Hallgilsstöðum

Begga tók þessa flottu mynd af hópnum fyrir utan Hallgilsstaðabæinn. Eins og sjá má er veðrið hreint afbragð, allir frekar votir og vottar fyrir dropa á linsunni! Fleiri Hallgilsstaðamyndir eru hér.

Myndvinnsla í fullum gangi

Það gengur nú samt frekar hægt. Allar myndir sem ég hef fengið eru hér en ég á eftir að fá myndir frá Gumma og Helga. Núna er ég aðallega að brasa við að koma því sem við tókum á vídeóvélina yfir á eitthvert form sem hentar á diskinn. Þetta þarfnast einhverra lagfæringa og ég hef ekki nokkurt vit á því sem ég er að gera!

fimmtudagur, 10. júlí 2008

Myndir frá Eiði

Hér getið þið séð myndirnar sem voru teknar á Eiði. Það vantar enn eitthvað af myndum og eins á eftir að fara í gegn um þetta, endurraða og snyrta eitthvað. Það gengur hins vegar frekar hægt að hlaða þessu inn - en það kemur.