sunnudagur, 23. mars 2008

Efni í niðjatal

Gleðilega páska öll.

Nú langar mig til að biðla til ykkar um efni fyrir niðjatalið. Allur fróðleikur sem þið búið yfir er vel þeginn, hvort sem það eru myndir, sögur, minningar, pappírar eða bara hvað sem er. Okkur langar til að búa til eigulegt rit sem væri ekki bara niðjatal, heldur heimild um fólkið sem við erum komin af, uppruna þess og ævi, sem gaman yrði fyrir afkomendur okkar að lesa. Gummi hefur boðist til að vinna heilmikla vinnu í þessu sambandi og Þór ætlar að taka eitthvað saman líka. Það er afskaplega gaman að sjá hve mikinn áhuga fólk sýnir þessu verkefni og við hlökkum mikið til síðustu helgarinnar í júní.

sunnudagur, 16. mars 2008

Nýjar tölur

Núna erum við komin með 36 á skrá. Einhverjir koma kannski, það fer eftir því hvernig gengur að semja við nýjustu meðlimi ættarinnar. Það bættist lítil dama í hópinn í nótt þegar Hrafni Þór og Maríu fæddist dóttir. Stúlkan er 15 merkur og 51 sentimetri og heilsast móður og dóttur vel og Tryggvi stóri bróðir er ánægður með viðbótina. Við óskum þeim til hamingju og vonandi geta þau verið með okkur í sumar. Svipað gildir um Önnu Helgu og Kára en þau eiga von á sínu fyrsta barni í lok maí. Þau telja ekki útilokað að vera með okkur í sumar og væri frábært ef þau geta það.

miðvikudagur, 12. mars 2008

Mæting

Nú hafa 27 skráð sig þannig að við erum að ná þeirri tölu sem við miðuðum við í upphafi. Við vonumst samt eftir fleirum en það, þetta eru u.þ.b. 75 manns í það heila.

þriðjudagur, 11. mars 2008

Verð á kvöldverðinum

Aldurinn er kominn á hreint. Það er sem sagt 3.100 fyrir fullorðna, 1.550 fyrir 6-15 ára og frítt fyrir yngri en sex ára.

Þið munið...

...að skrá ykkur fyrir föstudaginn.

mánudagur, 10. mars 2008

Góð byrjun

Núna hafa 22 skráð sig þannig að það gæti orðið slagur um að tryggja sér bestu gistinguna á Þórshöfn þessa helgi.

Hugmynd að dagskrá

Föstudagur 27. júní:
Ættarmótsgestir tínist á svæðið og komi sér fyrir.
Laugardagur 28. júní:
10.00-15.00. Skoðunarferð með rútu að Sætúni, Hallgilsstöðum, Eiði og e.t.v. fleiri stöðum.
18.00-??.??. Veisla, hlaðborð og uppákomur í íþróttahúsinu (ath. stutt frá skólanum) á Þórshöfn. Veisla í matsal og íþróttasalurinn opinn fyrir börn (og fullorðna) með takmarkað setuúthald.
Sunnudagur 29. júní:
Sundferð og ís áður en menn kveðjast og halda heim á leið.

Gistimöguleikar

Hótel Jórvík (s: 468 1400) hefur fjögur tveggja manna herbergi, herbergið kostar 6.900 nóttin, og eitt sem getur verið fjögra manna og kostar það 9.900 nóttin. Morgunmatur kostar 990. Þessi herbergi eru frátekin fyrir okkur út mánuðinn og ef einhver hefur áhuga, þá bara hringja og bóka og segja að það sé á mínum vegum (Birgittu).
Bændagisting á Ytra-Álandi (Bjarnveig s: 468 1290, 854 7390, 863 1290, netfang: ytra-aland@simnet.is). Þar er eftirfarandi í boði: Svefnpokapláss í 2 manna herbergi 2.500 á manninn + 900 morgunmatur, tveggja manna herbergi með baði og uppbúnum rúmum, 5.500 nóttin á mann, morgunmatur innifalinn og tveggja manna herbergi, uppbúið rúm, ekki sér bað, 4.200 nóttin á mann, morgunmatur innifalinn. Einnig er hægt að fá gistingu í skólanum á Svalbarði, þar er herbergi með tveimur rúmum, annað með þremur rúmum og svo eru 5 rúm í skólastofu. Örugglega hægt að semja um hagstæðara verð ef pantað er fyrir marga.
Farfuglaheimilið Ytra-Lóni (Mirjam s: 468 1242, netfang: ytralon@simnet.is). Það er reyndar eins og er bókað en gæti auðvitað losnað. Svefnpokapláss kostar 2.300 nóttin, tveggja manna herbergi kostar 6.000 nóttin og með uppbúnum rúmum kostar það 7.400 krónur nóttin.
Gistiheimilið Lyngholt (Karen s: 468 1239 og 897 5064, netfang: lyngholt@lyngholt.is). Það er bókað þessa helgi en ekki búið að staðfesta þá bókun og hún ætlar að láta mig vita ef það breytist. Læt vita af því síðar.
Svefnpokapláss í skólanum á Þórshöfn. Helgin kostar 1.500 á mann.

Veislumatseðillinn

Forréttur: Kúffisksúpa borin fram með salati og brauði eða grafinn lax borinn fram með ristuðu brauði og graflaxsósu.
Aðalréttur: Grillaðar svína/lambalærasneiðar með bökuðum kartöflum, salati og öðru meðlæti eða úrbeinað lambalæri, ofnsteikt með rauðvínssósu, bökuðum kartöflum, steiktu grænmeti og öðru meðlæti.
Eftirréttur: Frönsk súkkulaðikaka borin fram með rjóma, ís og ávöxtum.

Þetta kostar 3.100 á mann, krakkar 6-15 ára 1.550 og frítt fyrir yngri en sex ára.

Niðjamót á Langanesi 27.-29. júní 2008

Mér datt í hug að sniðugt væri að "blogga" um viðburðinn. Held að þetta sé ekki galin leið til að koma á framfæri upplýsingum.