sunnudagur, 23. mars 2008

Efni í niðjatal

Gleðilega páska öll.

Nú langar mig til að biðla til ykkar um efni fyrir niðjatalið. Allur fróðleikur sem þið búið yfir er vel þeginn, hvort sem það eru myndir, sögur, minningar, pappírar eða bara hvað sem er. Okkur langar til að búa til eigulegt rit sem væri ekki bara niðjatal, heldur heimild um fólkið sem við erum komin af, uppruna þess og ævi, sem gaman yrði fyrir afkomendur okkar að lesa. Gummi hefur boðist til að vinna heilmikla vinnu í þessu sambandi og Þór ætlar að taka eitthvað saman líka. Það er afskaplega gaman að sjá hve mikinn áhuga fólk sýnir þessu verkefni og við hlökkum mikið til síðustu helgarinnar í júní.

Engin ummæli: