mánudagur, 10. mars 2008

Gistimöguleikar

Hótel Jórvík (s: 468 1400) hefur fjögur tveggja manna herbergi, herbergið kostar 6.900 nóttin, og eitt sem getur verið fjögra manna og kostar það 9.900 nóttin. Morgunmatur kostar 990. Þessi herbergi eru frátekin fyrir okkur út mánuðinn og ef einhver hefur áhuga, þá bara hringja og bóka og segja að það sé á mínum vegum (Birgittu).
Bændagisting á Ytra-Álandi (Bjarnveig s: 468 1290, 854 7390, 863 1290, netfang: ytra-aland@simnet.is). Þar er eftirfarandi í boði: Svefnpokapláss í 2 manna herbergi 2.500 á manninn + 900 morgunmatur, tveggja manna herbergi með baði og uppbúnum rúmum, 5.500 nóttin á mann, morgunmatur innifalinn og tveggja manna herbergi, uppbúið rúm, ekki sér bað, 4.200 nóttin á mann, morgunmatur innifalinn. Einnig er hægt að fá gistingu í skólanum á Svalbarði, þar er herbergi með tveimur rúmum, annað með þremur rúmum og svo eru 5 rúm í skólastofu. Örugglega hægt að semja um hagstæðara verð ef pantað er fyrir marga.
Farfuglaheimilið Ytra-Lóni (Mirjam s: 468 1242, netfang: ytralon@simnet.is). Það er reyndar eins og er bókað en gæti auðvitað losnað. Svefnpokapláss kostar 2.300 nóttin, tveggja manna herbergi kostar 6.000 nóttin og með uppbúnum rúmum kostar það 7.400 krónur nóttin.
Gistiheimilið Lyngholt (Karen s: 468 1239 og 897 5064, netfang: lyngholt@lyngholt.is). Það er bókað þessa helgi en ekki búið að staðfesta þá bókun og hún ætlar að láta mig vita ef það breytist. Læt vita af því síðar.
Svefnpokapláss í skólanum á Þórshöfn. Helgin kostar 1.500 á mann.

Engin ummæli: