sunnudagur, 6. apríl 2008

Heimsókn í Syðri-Brekkur

Eins og þið vitið langar okkur að heimsækja nokkra staði sem tengjast ömmu og afa, laugardaginn 28. júní. Í innleggi fyrir nokkru síðan (hugmynd að dagskrá) nefndum við Eiði, Sætún og Hallgilsstaði í því sambandi en Syðri-Brekkur komu fljótt til tals líka. Og í dag hringdi okkar yndislega frænka, Kristín Kristjánsdóttir á Syðri-Brekkum, í mig og spurði hvort við myndum hafa áhuga á að heimsækja Syðri-Brekkur og bauðst til að taka á móti okkur, sem ég auðvitað þáði.

Nú hafa 40 manns skráð sig á mótið. Gagnaöflun vegna niðjatalsins er í fullum gangi en einhverjir mega eiga von á hringingu frá annað hvort mér eða Erni fljótlega vegna þess :)

Engin ummæli: