fimmtudagur, 26. júní 2008

Dagskrá laugardagsins, í grófum dráttum

Við ætlum að byrja á að fara út í Eiði. Einhverjar líkur eru á Eiðisþoku en er það ekki bara betra? Hittumst við afleggjarann á Ytra-Lóni klukkan 10. Síðan er meiningin að koma við á Sauðanesi, þar sem er starfrækt minjasafn og þeir sem vilja geta skoðað kirkjugarðinn og auk þess er kirkjan þess virði að skoða hana. Á Sauðanesi er starfrækt veitingasala þannig að fólk getur fengið sér hádegissnarl þar. Við stefnum að vera á Sauðanesi um 11. Eftir það liggur leiðin í Sætún og Hallgilsstaði og að lokum í Syðri-Brekkur, þar sem Kristín ætlar að taka á móti okkur.

Eftir þetta er frjáls tími, jafnvel leikir, við högum bara seglum eftir vindi, fram að kvöldmat.

Engin ummæli: