sunnudagur, 29. júní 2008

Að liðnu ættarmóti

Nú er fólk farið að tínast heim eftir vel heppnað ættarmót. Langanesið tjaldaði því sem til er, brim og rigning, alveg eins og eftir pöntun. Við hittumst við Ytra-Lón í gær og héldum út í Eiði, þaðan fór hluti af hópnum upp á Heiðarfjall en hinir í Sauðanes, þar sem allir hittust svo. Næst var haldið í fjöruna á Sætúni, síðan í Hallgilsstaði og að lokum í Syðri-Brekkur þar sem þær systur Kristín og Dilla og Sella mágkona þeirra tóku á móti okkur með kaffi og meðlæti. Í gærkvöld borðuðum við svo saman kúfisksúpu, grillaðar svína- og læmbasneiðar og súkkulaðiköku og hlustuðum á fólk segja sögur.

Frekari sögur koma síðar.

Engin ummæli: