fimmtudagur, 26. júní 2008

Veðurspáin

Textaspá fyrir Norðurland eystra:

Norðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif síðdegis, einkum til landsins. Hiti 8 til 14 stig. Norðvestan 3-10 síðdegis á morgun, hvassast við ströndina, kólnar og fer að rigna undir kvöld.
Spá gerð: 26.06.2008 12:22. Gildir til: 27.06.2008 18:00.

Á laugardag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s um vestanvert landið, en annars hægari. Víða rigning með köflum og jafnvel slydda til fjalla, en lengst af þurrt og bjart veður SV-lands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á sunnudag:
Norðaustan 5-10 m/s. Rigning með köflum um mest allt land, en skúrir á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast suðvestantil.

Tekið af vef Veðurstofu Íslands.

Engin ummæli: