fimmtudagur, 19. júní 2008

Niðjatalið - aftur

Eins og áður segir er niðjatalið farið í prentun. Hins vegar verður gefinn út geisladiskur með aukaefni og meiningin er að á hann verði sett rafræn útgáfa af niðjatalinu þannig að það er hægt að bæta inn í það. Sá diskur verður ekki útbúinn fyrr en eftir mót þannig að við getum rætt hvað verður á honum um aðra helgi :)

Þetta verður veglegt rit - og diskurinn ekki af verri endanum heldur - og herlegheitin eiga að kosta tvöþúsund krónur. Einhver kom með þá hugmynd að greiða þetta fyrirfram og þar sem það myndi spara mér þó nokkra fyrirhöfn, þá samþykkti ég þá hugmynd og nú þegar eru tíu eintök seld! Ef þið viljið kaupa þetta fyrirfram, þá megið þið leggja inn á mig tvöþúsund krónur (og gjarnan láta senda mér tölvupóst í leiðinni) og ég færi það til bókar. Ef þið sem ekki getið komið viljið kaupa eintak, þá er það auðvitað velkomið líka, mér væri ánægja að senda þetta til ykkar.

Reikningsnúmerið sendi ég til ykkar í tölvupósti.

Engin ummæli: