mánudagur, 2. júní 2008

Styttist í ættarmótið

Nú styttist í ættarmótið, aðeins tæpar fjórar vikur þar til við hittumst. Vinna við niðjatalið er í fullum gangi, gagnaöflun langt komin og töluverður hópur fólks situr sveitt við að skanna inn myndir og skrifa texta, sem ég svo set inn í skjalið. Einnig er tilbúin (held ég örugglega) leikjadagskrá sem hægt verður að grípa til þegar við komum til baka úr skoðunarferðinni á laugardeginum.

Þann 30. maí fjölgaði í hópnum, þegar Önnu Helgu og Kára fæddist dóttir, 14 merkur og 50 cm ef ég man rétt. Hjartanlega til hamingju með dótturina, bæði tvö (sem og amman, afinn og aðrir sem telja sig eiga eitthvað í barninu :) ). Eins og margir vita fóru þær systur (Halldórsdætur) til London í byrjun apríl og gistu hjá Önnu og Kára í nokkrar nætur til að hita upp fyrir mótið, og áttu góða en frekar snjóuga daga hjá þeim. Anna Helga sendi mér myndir og gaf leyfi fyrir því að ég setti þær hér á síðuna.

Einhverjir hafa ekki enn ákveðið hvort þeir muni koma eða ekki en þangað til fólk afboðar sig, vonum við að það komi. Svo ef einhver hefur áhrif hjá veðurguðunum, má sá hinn sami reyna að semja um gott veður handa okkur.

Engin ummæli: