fimmtudagur, 26. júní 2008

Syðri-Brekkur

Úr niðjatalinu:

"Syðri-Brekkur voru að fornu mati 16 hundraða jörð. Bærinn stendur undir Brekknafjalli. Það er að vestan allbratt en ekki ýkjahátt. Töðugraslautir og bollar eru þar víða og mjög skjólgott. Tún var grasgefið og spratt snemma, naut þar skjóls og raka frá fjallinu, engjar nærtækar og jörðin talin sæmileg heyskaparjörð, úthagar nægir en útigangur lélegur, rekavon góð. Sama ættin hefur byggt Syðri-Brekkur síðan 1795."

Engin ummæli: